Í dag er lokadagurinn okkar, eitthvað virðist ætla að blása á okkur í dag en við hljótum að geta gert eitthvað skemmtilegt þrátt fyrir það. Flestar eru spenntar að koma heim og segja fá því sem þær hafa verið að bralla hér í Ölveri.

Í gær var veisludagur og mikið um að vera. Morguninn var með sína föstu punkta, morgunmat, fánahyllingu, biblíulestri, brennókeppni og hádegismat. Eftir hádegi var íþróttakeppni með jötunfötu og rúsínukasti. Síðan fengu þær að fara í pottinn í hellirigningu en það spillti ekki gleðinni.  Eftir kaffi höfðum við kósístund og horfðum á spennandi mynd „The Pacifier.“  Á meðan voru allar stúlkurnar greiddar, fléttaðar eða settur snúður í hárið og eftir myndina fóru allar að gera sig fínar fyrir veislukvöldið. Prúðbúnar og fínar fengu þær sér pizzu og svo var aðalmálið kvöldvakan þar sem foringarnir sáu um leikritin sem stelpunum fannst nú ekki leiðinlegt.

Við þökkum kærlega það traust sem þið foreldrar sýnið okkur með því að senda þær til okkar hingað í Ölver og vonum að dvöl þeirra hér hafi verið ánægjuleg og þær komi heim glaðar og sælar eftir skemmtilega dvöl.

Bestu kveðjur frá skottunum sem hlakka til að sjá ykkur í kvöld.