Nú eru bleikar og yndislegar stúlkur komnar í ró í Ölveri. Dagurinn í dag var með bleiku þema og tóku stúlkurnar þemadeginum mjög alvarlega og fundu allt mögulegt bleikt sem þær komust í.

Að öðru leiti var dagurinn frekar hefðbundinn, biblíulestur og brennó í morgunsárið. Í hádegismat var síðan kornflex-kjúklingur og að matnum loknum var hæfileikasýning með mjög mörgum efnilegum atriðum, hljóðfæraleikur, sungið, dansað, ljóðalestur og spilagaldrar svo eitthvað sé nefnt.

Í kaffinu var boðið upp á gulrótarköku, bleikar tebollur og gerbollur. Eftir kaffi var keppt í tveimur íþróttakeppnum, að þessu sinni voru það „Hopp á Einari“ og „Húlla“.

Í kvöldmat var grjónagautur með bleikri mjólk og bleiku glimmeri. Stúlkurnar í Fuglaveri sáu síðan um frábæra kvöldvöku. Nú eru ánægðar stúlkur farnar að sofa.

Hlökkum til morgundagsins.

Kærar Ölverskveðjur,

Ása Björk og Þóra Björg