Það er allt gott að frétta héðan úr Ölveri. Um morguninn fóru stelpurnar að venju í morgunmat, hylltu fánann og fóru svo á biblíulestur þar sem þær lærðu um kærleika Guðs og hvernig við getum falið líf okkar honum og treyst því að hann muni vel fyrir sjá.
Eftir brennókeppni og hádegismat sem var hamborgaraveisla var haldin hæfileikakeppnin Ölvers got talent! Þar báru stelpurnar fram hvert snilldaratriðið af öðru, söng, dans, brandara, gjörninga og margt fleira.
Eftir kaffi sem var ljúffengt eins og alltaf, skiptum við þeim upp í 4 hópa sem fóru allir á mismunandi stöðvar og unnu ákveðin verkefni tengd vináttu og kærleika, síðan drógu allir leynivin en sá leikur mun vera gangi fram á síðasta dag.
Í kvöldmat var kakósúpa og síðan var kvöldvaka í boði stelpnanna sem léku leikrit og voru með skemmtilega leiki. Eftir kvöldvökuna fóru þær í svokallaða Jesúgöngu. Þá var ein og ein tekin í leiðangur úti þar sem hún fékk að upplifa lífsins göngu og þrautir á alveg sérstakan hátt. Gangan endaði svo í kaffihúsastemmningu og heitum potti hmmmm mjög seint um kvöld!
Sofnuðu þær fljótt og vel og fengu þær að sofa út í morgun og eru nú að tínast smátt og smátt í morgunmat!
Fleiri fréttir héðan á morgun, megi Guð gefa ykkur góðan dag!
Kveðja Erla Björg