Héðan úr Ölveri sendum við stelpurnar góðar kveðjur heim. Annir hafa verið miklar síðustu daga og margt skemmtilegt á dagskrá. Meðal þess sem stúlkurnar hafa fengið að spreyta sig á eða upplifað síðasta sólarhringinn eru íþróttakeppnir, hárgreiðslukeppni, innlit inn í ævintýraheim, hermannaleikur og hæfileikasýning. Það var gaman að fylgjast með stúlkunum sýna ólíka hæfileika sem leyndust meðal þeirra. Þarna mátti finna framtíðar söngstjörnur, dansara, töframenn og einstaklingar sem gátu gefið frá sér alveg ótrúlegustu dýrahljóð.

Þegar þessi orð eru rituð eru stúlkurnar á kósýkvöldi. Eftir kvöldvöku fóru þær í náttföt og fengu að horfa á stelpumynd af bestu sort og borða popp.

Hér eru allir flottir, vel nærðir, kátir og sofa vel á nóttunni.

Bestu kveðjur,

Sólveig Reynisdóttir