Nú er komið að heimfarardegi hjá okkur. Stelpurnar vöknuðu hressar í morgun þó það hafi örlað á smá þreytu eftir veislukvöldið. Þær fóru í morgunmat, hylltu fánann og hlustuðu á síðasta biblíulesturinn, þar sem þær lærðu um mikilvægi þess að vaxa og verða góðar manneskjur sem bera góðan ávöxt og nýta hæfileika sína til góðs. Í hádegismatinn er hakk og spagetthi og eftir hann fara þær út í ratleik. Þá verður kaffitími og eftir hann loka-og kveðjustund þar sem fer fram verðlaunaafhending. Rútan verður kominn í bæinn kl.18.

Okkur langar að þakka innilega fyrir góða viku og vonum við að allar stelpurnar hafi notið hennar en það gerðum við og erum við öll sammála um að þarna séu frábærar og flottar stelpur á ferð! Takk fyrir okkur og  Guð blessi ykkur!

Kær kveðja Starfsfólk Ölvers