Í dag var veisludagur hjá okkur, síðasti heili dagurinn okkar saman.  Um morguninn var að vanda morgunmatur, fánahylling, tiltekt og biblíulestur. Eftir hann var föndurstund og síðan hádegismatur sem var blá ávaxtasúrmjólk og brauð ;O) Eftir hádegi var þrautaleikur þar sem stelpurnar leystu alls kyns þrautir en áttu á hættu að veiðimaður myndi ná þeim og tefja fyrir þeim að geta leyst allar þrautirnar. Í kaffitímanum fengu þær sætabollur og kornflexkökur og eftir kaffi fóru allar í pottinn og puntuðu sig fyrir kvöldið. Um kvöldið var pizzuveisla og frábær kvöldvaka í boði foringjanna sem buðu upp á hvert leikritið á fætur öðru. Bænakonurnar fóru svo inn á herbergin og gáfu þeim sérstaka bænamiða með biblíuversi sem þær lásu og útskýrðu fyrir þeim. Stelpurnar sofnuðu allar vært eftir frábæran dag!