Það voru þreyttir og ánægðir drengir sem lögðust til hvílu í Ölveri nú rétt í þessu enda dagurinn verið uppfullur af skemmtilegum ævintýrum.

Eftir að rútan renndi í hlað uppúr hádegi komu drengirnir 14 sér fyrir í tveimur 8 manna herbergjum og völdu sér allir herbergi. Þá beið okkar rjúkandi aspassúpa og smurt brauð með skinku, pepperoni og osti. Síðan var kynningarferð um staðinn í nokkuð hressilegri rigningu eftir hana var boðið uppá frjálsan tíma og fóru margir að skoða stærsta hengirúm á Íslandi, í aparóluna eða í boltaleiki í leiksskálanum. En flestir komu svo fljótt inn og föndruðu með Axel eða gripu í eitthvað að fjölmörgum spilum staðarsins. Í kaffnui beið Kristján kokkur okkar með rjúkandi heitar pönnukökur og hjónabandssælu.

Eftir kaffið sáu Alla, Ísabella og Gunnhildur um fjölbreytta dagskrá í matsalnum en þar bar hæst, brennibolti, knattspyrna, dans, furðulegar íþróttir og margt fleira.

Í kvöldmatinn var síðan hakk og spagetti ásamt fersku og góðu grænmeti. Drengirnir tóku vel til matar síns enda svangir eftir átök dagsins.

Eftir kvöldmat var aftur boðið uppá frjálsan tíma og fóru flestir út í skóg, leiksskála eða í hengirúmið góða.

Klukkan átta var síðan kvöldvaka þar drengirnir sungu hraustlega ásamt því að horfa á leikrit sem vöktu mikla kátínu. Þá var hugleiðing útfrá dæmisögu Jesú um týnda sonin og drengirnir áminntir á að í augum Guðs missum við aldrei verðgildi okkar.

Kvöldhressingin voru eplabitar og appelsínur og síðan tók við tannburstun og svæfing. Drengirnir voru glaðir eftir daginn og spenntir fyrir ævintýrum morgundagsins, ólíkt því sem oftast er með svona unga drengi var enginn heimþrá og allir snöggir að sofna.

Eitthvert vandamál er með að koma myndum inná heimasíðuna, en vonandi lagast það á morgun, annars munum við líka setja saman skemmtilegt myndband saman fyrir lokakvöldvökuna með foreldrum á sunnudagskvöldið.

Með kveðju úr Ölveri

Guðni Már Harðarson forstöðumaður. gudnimarh(hja)gmail.com

 

Myndir er hægt að sjá hér: