Óhætt að segja að dagskráinn hafi verið fjölbreytt. Drengirnir sváfu til rúmlega átta og svo tók við tannburstun og morgunverður þar sem margir völdu að fá sér hafragraut meðan aðrir gæddu sér á kornflögum, súrmjólk og Cheriosi.
Þá var fáninn dreginn að húni undir fánasöngum ,,Fáni vor sem friðarmerki.“ áður en farið var í á morgunfræðslustund þar sem við ræddum um texta Davíðssálma um ,,Drottinn er minn hirðir.“
Þá var haldið út í íþróttahús í brennó og ýmsa fleiri leiki.
Í hádegismatnum var boðið uppá steiktan fisk, kartöflur, lauk og ferskt grænmeti. Eftir matinn tók við gönguferð út að stóra steini sem er risastór steinn langt fyrir utan fjallshlíðina, allir klifruðu uppá steininn með mismikilli aðstoð.
Í kaffitímanum var búið baka kanilsnúða og súkkulaði köku.
Þá var boðið uppá frjálsan tíma auk þess sem strákunum var skipt upp í hópa og fóru þeir allir í pottinn og höfðu það gott, einnig hefur Axel verið að smíða báta með drengjunum.
Í kvöldmatinn var boðið uppá grjónagraut og kláruðu drengirnir 14 uppskrift sem yfirleitt dugar fyrir 40 stelpur!
Að loknum frjálsum tíma var haldið til kvöldvöku þar sem foringjar sýndu leikrit og buðu drengjunum í skemmtilega leiki auk söngva. Boðskapur kvöldvökunar var að rækta hæfileika sýna og vöggugjafir.
Drengirnir voru flestir sofnaðir um hálf ellefu leytið og á morgun verður sofið út!
Annað kvöld verður síðan boðið uppá hamborgarveislu fyrir alla fjölskylduna og hefst hún kl. 17:30 og þaðan á eftir verður blásið til kvöldvöku.