Ölver

Hin árlega kaffisala sumarbúða KFUK í Ölveri verður á sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi frá kl. 14.00-17:30.

Kaffisalan í Ölveri er annáluð fyrir glæsilegt kaffihlaðborð á sanngjörnu verði til styrktar starfinu í Ölveri. Öll leiktæki verða opin, þar á meðal stærsta hengirúm á Íslandi, candýflos og hoppkastali.

Starfinu í Ölveri fer senn að ljúka en skráning í sumar var ein sú besta í allra 75 ára sögu sumarbúðanna.

Kaffisalan er að sjálfsögðu öllum opin og gott tækifæri fyrir alla fjölskylduna að fara í góðan sunnudagsbíltúr í Borgarfjörð og kíkja í Ölver í leiðinni.