Við viljum minna fólk á að vitja óskilamuna frá sumarstarfi sumarbúða og leikjanámskeiða KFUM og KFUK. Þriðjudaginn 30.september verður óvitjuðum óskilamunum ráðstafað til hjálparstarfs. Við viljum biðja fólk um að athuga hvort það hafi nokkuð villst fatnaður annarra barna og unglinga með heim og ef svo er að koma því til okkar á Holtaveg 28.

Óskilamuna má vitja í Þjónustumiðstöð okkar að Holtavegi 28, Reykjavík. Opið frá kl. 9 til 17 alla virka daga. Óskilamunir frá Hólavatni má hinsvegar nálgast í félagshúsi KFUM og KFUK á Akureyri, Sunnuhlíð 12.

óskilamunir