Þriðjudaginn 17. mars býður Ölver upp á dömukvöld á Holtavegi 28. Dagskráin hefst kl. 19:00.

Verð 4.900 krónur -Allur ágóði rennur í Sveinusjóð -til byggingar nýjum leiksskála í Ölveri. Miðinn sem gildir líka sem happdrættismiði, en dregið verður um húðvörupakka frá EGF húðvörum og inneign á Tokyo sushi.

Dagskrá:

Sópransöngkonurnar, systurnar og Ölversstúlkurnar Erla Björg og Rannveig Káradætur flytja dúetta.

Leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir les brot úr minningum Kristrúnar Ólafsdóttur um Sr. Friðrik Friðriksson og Sveinbjargar Arnmundsdóttur um upphaf starfsins í Ölveri.

Ölvers-skemmtiatriði

Veislustjóri: Þóra Björg Sigurðardóttir guðfræðinemi og formaður Ölvers

Sr. Guðni Már Harðarson gjaldkeri Ölvers flytur hugvekju.

Ölsvers lögin sungin hátt og dátt undir leik Ástríðar Haraldsdóttur.

Matseðill:

Eyþór Kristjánsson kokkur og Hafsteinn Kjartansson kjötiðnarmaður töfra fram veislurétti kvöldsins:

Forréttur -villibráðapaté á salatbeði.

Aðalréttur: Jurtakryddað Lambafilé með gratín karöflum, rótargrænmeti og sósu að hætti kokksins.

Eftirréttur – hindberja ostakaka með ferskum berjum og rjóma.

Drykkir frá Vífilfell, kaffi og Nóa konfekt.