Síðasti dagurinn og jafnframt veisludagurinn okkar var í dag. Stelpurnar vöknuðu hressar og kátar og eins og vanalega var fánahylling, biblíulestur og brennó. Á biblíulestrinum var fjallað um bænina og þær lærðu sálm 37.5 „Fel Drottni vegu þína og treystu honum, hann mun vel fyrir sjá“. Í hádegismatinn voru kjötbollur sem þær borðuðu vel af.
Eftir hádegi var farið í skemmtilegan ratleik. Í kaffinu voru heimabakaðir kanilsnúðar og karamellulengjur. Eftir kaffi var haldin íþróttakeppni þar sem keppt var í sippi og köngulóarhlaupi. Þá fóru allir í sturtu og bjuggu sig undir veislumatinn sem var Ölverspizza. Eftir kvöldmatinn var veislukvöldvaka í boði foringjanna sem léku hvert leikritið á fætur öðru 😉 Þær fengu svo að heyra Ölverslagið í ár sem sló algjörlega í gegn, nýr texti og dans um Ölver við ísraelska júróvisionlagið í ár. Bænakonurnar fóru svo inní sín herbergi og fengu allar bænamiða frá þeim.
Heimfarardagur!
Í dag er komið að heimför. Stelpurnar eru byrjaðar að pakka, búnar að fara á biblulestur þar sem þær heyrðu söguna um sáðmanninn og hvernir þær geta varðveitt Guðs orð og það sem þær hafa lært hér í hjarta sínu. Nú eru þær að keppa við foringjana í brennó og síðan er hádegismatur, lokastund og verðlaunaafhending. Rútan fer svo héðan kl.15.
Við þökkum innilega fyrir frábæra daga með stelpunum ykkar og vonum að þær komi ríkari heim 😉
Kær kveðja frá starfsfólki Ölvers
Myndir hér.