Dagurinn í dag var ágætlega sólríkur og skemmtilegur. Stelpurnar vöknuðu kl.9, fengu morgunmat, hylltu fánann og fóru á Biblíulestur þar sem þær lærðu hversu mikilvægar hver og ein er,að enginn er eins, um ólíka hæfileika sem þær hafa og hvað þær væru dýrmæt sköpun Guðs.
Eftir brennókeppni var svo hádegismatur sem var lasagne. Eftir matinn var farið niður að á að vaða, ýmist á tásunum eða í stígvélum. Í kaffinu voru pizzusnúðar og sjónvarpskaka en eftir kaffi var haldin hæfileikakeppni með glæsibrag. Í dómnefnd sat skrýtinn hersforingi, Shakira sjálf og strumpabarbíe. Atriðin voru hvert öðru flottara enda einstaklega hæfileikaríkar stelpur á ferð. Dómararnir voru afskaplega hrifnir og gáfu góða dóma.
Þá var farið í pottinn og blásið var í hoppukarstalann og sólin skein 😉
Í kvöldmat var svo ávaxtasúrmjólk og brauð og síðan var haldin kvöldvaka í boði Hamra-og Lindarvers. Þá var haldið náttfatapartý þar sem mikið var dansað og þær fengu allar ís. Frábær dagur í alla staði!
Myndir hér.