Það var góður dagur í dag hjá okkur í Ölveri.

Dagurinn byrjaði með morgunmat, fánahyllingu og biblíulestri. Síðan var haldið í brennó, en stelpurnar hafa mikinn áhuga á leiknum. Í hádegismat var hakk og spagettí sem allar borðuðu með bestu lyst. Eftir hádegismat var stelpunum safnað saman í þrautaleik þar sem þær reyndu að klára fjórar þrautir sem voru víðs vegar um svæðið, þetta var ekki léttur leikur því tveir foringjar hlupu á eftir þeim og ef þeim var náð þurftu þær að endurtaka eina þrautina aftur.

Í kaffitímanum fengu þær kanelsnúða og bananaköku sem þær rendu niður með djús og mjólk. Eftir kaffi var þeim komið á óvart með vatnsstríði og þótti þeim mjög gaman að leika sér í vatninu. Heiti potturinn var svo í boði fyrir þær sem vildu hlýja sér.

Í kvöldmatinn var grjónagrautur með kanelsykri og rúsínum. Á kvöldvöku var hæfileikakeppni þar sem hvert atriðið var öðru betra. Sigurvegarinn verður svo kynntur á lokastundinni síðasta daginn.

Mýið hefur aðeins verið að stríða okkur í dag og síðustu nótt en stelpurnar láta það ekki á sig fá og reyna eftir bestu getu að hunsa flugurnar.

Hafdís Maria