Fyrsta tilkynning gærdagsins var sú að bleikur dagur væri í vændum. Í kjölfarið var boðið upp á bleikan hafragraut ásamt morgunkorni og súrmjólk. Morguninn var hefðbundinn að öðru leyti, þ.e. fánahylling, tiltekt, Biblíulestur og brennó. Í hádegismat var bleikt skyr og brauð. Stúlkurnar fengu heldur óvæntar fréttar að hádegismat loknum um að þær væru á leið í sund í Borgarnes. Sundferðin fékk góðar undirtektir og fengum við frábært veður í sundi Borgarnesi. Í kaffinu var nóg af gómsætu bakkelsi eins og vanalega og að kaffitímanum loknum tók við æsispennandi hárgreiðslukeppni. Í hárgreiðslukeppninni komu frábærar hugmyndir, sumar stúlkur notuðu blóm í hárið og enn aðrar fóru út að sækja greinar af heilu birkitrjánum. Eftir hárgreiðslukeppnina var broskeppni þar sem stærsta brosið mældist 10,5 sm. Í kvöldmat var hamborgari og franskar og stuttu eftir kvöldmat hófst kvöldvaka sem var full af söng og skemmtilegum atriðum. Þetta kvöld sáu stúlkurnar í Fuglaveri og Hamraveri um skemmtiatriði. Í lok kvöldvöku var dregið um leynivini og verður leynivinaleikur í gangi næstu tvo daga þar sem stúlkurnar eiga að færa leynivini sínum eitthvað fallegt, til dæmis mynd, ljóð, vinaband eða perl. Allt hefur gengið vonum framar og erum við starfsfólkið mjög ánægðar og stoltar af þessum frábæra hóp sem við höfum hér hjá okkur. Ég minni á að hægt er að skoða myndir hér á vefnum.
Kær kveðja,
Þóra Björg, forstöðukona