Nú er vikan á enda og sendum við stúlkurnar heim eftir ævintýralegan og frábæran flokk. Það hefur verið mjög gaman hjá okkur og mikil forréttindi að fá að kynnast þessum yndislegu og hæfileikaríku stúlkum. Veisludagurinn var æðislegur og það var svo gaman á kvöldvökunni að hún endaði ekki fyrr en klukkan 23:30. Við þökkum kærlega fyrir frábæra viku og vonumst til að sjá allar stúlkurnar aftur næsta sumar. Hægt er að skoða myndirnar á vefsíðunni hér.

Lokastund og verðlaunaafhending klárast kl. 15:00 og rútan kemur á Holtaveg kl. 16:00.

Bestu kveðjur,

Þóra Björg, forstöðukona