Hingað er mættur hópur af frábærum og hressum stúlkum. Í gær voru þær aðallega að kynnast staðnum og kynnast hvor annarri. Einnig lærðu þær brennó og kepptu í stígvélasparki og sippi. Fyrsta kvöldvakan fór vel fram að sá Hamraver um að skemmta okkur á kvöldvökunni með skemmtilegum leikritum og leikjum. Að kvöldvöku lokinni tók við skemmtilegur leikur þar sem stúlkurnar áttu að finna út úr því hver væri þeirra bænakona og þurftu að leita að náttbuxum bænakonunnar sinnar úti í skógi. Þegar allar stúlkurnar höfðu fundið náttbuxurnar og sína bænakonu fóru þær inn í sín herbergi og hlustuðu á skemmtilegar sögur og fóru með bænir fyrir svefninn. Nóttin gekk vel og vöknuðu allar hressar og glaðar í morgun á rugldegi. Í morgunmat var græn og blá súrmjólk og leiðtogarnir voru klæddir í skrýtna búninga. Eftir morgunmat tóku allar stúlkurnar til í sínum herbergjum og fóru svo á Biblíulestur. Nú eru stúlkurnar úti í brennó að keppa í sínum fyrsta brennóleik. Hópurinn er frábær og hlökkum við mikið til að fá að kynnast stúlkunum betur og hafa gaman saman. Síðan getið þið fylgst með myndunum hér á heimasíðunni.

Kær kveðja,

Þóra Björg, forstöðukona