10.flokkur – dagur 4 og 5
Á furðufatadeginum í gær var keppt í Ölversleikunum eftir hádegismat. Meðal keppnisgreina var húllaþraut, cheerios-talningar, jötunfata, ljóðakeppni, sippkeppni, boðhlaup, kjötbollukast og þriggjastaðahlaup. Eftir kaffitímann var hæfileikakeppni og nammispurningakeppni (þar sem endaði með að allar stelpurnar fengu smá nammi). Eftir kvöldmatinn [...]