Veisludagur rann upp bjartur og fagur, þær voru vaktar um hálf níu flestar voru þó vaknaðar. Þar sem bilun er á hitaveitunni og ekki hægt að laga fyrr en eftir helgi þá breyttum við út af vananum og fórum í sund í Borgarnesi. Rúta kom og sótti okkur, búið var að redda auka mannskap til að hjálpa til og svo var brunað af stað. Á meðan helmingurinn fór í sund fór hinn helmingurinn á Bjössaróló þetta gekk mjög vel fyrir sig og allar komu hreinar og kátar til baka. Eftir hádegi voru Ölversleikarnir þar sem keppt er í hinum undarlegustu greinum. Seinni partinn var farið í að greiða öllum hópnum og gera fínar fyrir veislukvöldið, þær voru allar spenntar að fara í fínni fötin sín, flögruðu um svæðið og brostu út að eyrum spenntar fyrir því sem koma skyldi. Pizza var í kvöldmat sem vakti mikla lukku og að lokum var komið að kvöldvöku þar sem foringjarnir fóru á kostum. Þær voru orðnar þreyttar þegar þær lögðust á koddan og gekk vel að sofna. Við starfsfólkið þökkum fyrir að fá að hafa haft litlu gullin ykkar hjá okkur þessa daga, fá að kynnast þeim, hjálpa þeim að takast á við heimþrá(ð) =eins og þær segja það!.. og fylgjast með þeim njóta lífsins hér í Ölveri. Vonum að þið hafið einnig átt góða daga þó þær hafi verið fjarverandi. Hittumst á Holtavegi rétt fyrir fjögur í dag, allar hlakka til að sjá ykkur og knúsa