Á furðufatadeginum í gær var keppt í Ölversleikunum eftir hádegismat. Meðal keppnisgreina var húllaþraut, cheerios-talningar, jötunfata, ljóðakeppni, sippkeppni, boðhlaup, kjötbollukast og þriggjastaðahlaup.

Eftir kaffitímann var hæfileikakeppni og nammispurningakeppni (þar sem endaði með að allar stelpurnar fengu smá nammi).

Eftir kvöldmatinn var vegleg kvöldvaka þar sem tvö herbergi sáu um að sýna leikrit og vera með leiki. Eftir kvöldvökuna var síðan búið að gera kaffihús fyrir stúlkurnar í matsalnum, þ.e. raða borðunum upp á nýtt og setja kerti og gera huggulega stemningu. Stúlkurnar fengu svo að fara margar ferðir að hlaðborðinu eins og á 5 stjörnu kaffihúsi 🙂

Í dag er runninn upp veisludagur og gay-pride. Við eru búnar að draga að húni regnbogafána og ætlum að fara í gay-pride göngu á eftir og fagna öllum fjölbreytileika.

Eftir kaffitímann munum við svo byrja að undirbúa okkur fyrir veislukvöldið, þ.e. fara í heita pottinn (valfrjálst) og sturtu.

Síðan tekur við veislukvöldverður og veislukvöldvaka.

Á morgun, sunnudag, er heimferðardagur. Þá tökum við saman og höfum lokastund og verðlaunaafhendingu.

Rútan leggur svo af stað frá Ölveri kl.15 og verður komin á Holtaveg 28 kl.16.

Ég þakka kærlega fyrir allar þessar yndislegu stúlkur sem komu í Ölver í þennan flokk og vonast til þess að þær fari heim með góðar minningar og komi aftur og aftur 🙂

 

Bestu kveðjur,

Þóra Björg, forstöðukona