Allt gekk sinn vana gang þriðja morguninn okkar hérna í Ölveri. Fastir liðir, morgunmatur, fánahylling, tiltekt í herbergjum, biblíulestur þar sem við sungum saman og þær heyrðu söguna um Miskunnsama Samverjann og við hugleiddum hverjir væru náungar okkar. Svo var farið í brennó og hádegismat. Eftir matinn var hæfileikakeppni þar sem nokkrar stigu á svið, sungu, dönsuðu og sýndu leikrit. Svo var farið í útileiki fyrir þær sem vildu, aðrar vildu vera inni í rólegheitum að perla og gera vinabönd. Um kvöldið var náttfatakvöldvaka þar sem allar mættu í náttfötum og eftir hefðbundna liði á kvöldvökuni voru foringjarnir með auka leiki og leikrit og að lokum fengu allir íspinna sem vakti mikla lukku. Svo var tannburstað og beint í rúm. Allar þreyttar eftir skemmtilegan dag og heimþránni var hent í burtu, í bili amk. Knús frá okkur til ykkar