Við komum upp í Ölver í ágætis veðri nokkrir dropar en logn. Stelpunum var raðað í herbergi og allar vinkonur fengu að vera saman í herbergi. Í hádegismat fengu þær skyr og brauð og farið var yfir reglur staðarins. Eftir hádegi fóru þær í göngutúr um svæðið sáu allt sem var í boðið, aparóluna, hengirúmið, rólurnar, íþróttahúsið og fleira. Þá var kominn tími á köku og ávexti og að því loknu var stelpunum skipt í lið og brennókeppnin hófst. Fjallaver og Fuglaver sáu um leikritin á kvöldvöku og voru þær mjög spenntar fyrir því. Eftir kvöldvöku fóru þær í lítinn ratleik að finna hver yrði bænakonan þeirra, sú sem kemur í herbergin þeirra og les fyrir þær og spjallar aðeins og að lokum fer með bænirnar með þeim. Margar eru að koma í fyrsta sinn og áttu nokkrar erfitt með að sofna en að lokum sofnuðu allar og sváfu vel til um 8 í morgun.