Stelpurnar byrjuðu daginn á að fá sér morgunmat, fara á fánahyllingu þar sem við flögguðum í blanka logni og þær lærðu fánasönginn, eftir það fóru þær á biblíulestur. Eftir hádegismatinn var hárgreiðslukeppni þar sem þær greiddu hvor annarri listavel. Þar sem heita vatnið er að stríða okkur urðum við að hætta við fyrirhugaða pottaferð en fórum í staðinn í stuttan göngutúr í ljúfu veðri þó aðeins dropaði á okkur. Helmingurinn þurfti reyndar að stytta gönguna þar sem þær gleymdu að fara á klósettið áður en haldið var af stað, en þetta blessaðist allt saman og ekkert slys varð! Á kvöldvöku sáu Skógarver og Hlíðarver um leikritin og mátti vart sjá hverjar hlógu meira þær eða áhorfendurnir. Betur gekk að sofna en kvöldið áður, enn eru nokkrar að sigrast á heimþránni sem laumast að þeim þegar lagst er á koddann, en að lokum sofnuðu allar og sváfu vært í nótt.
Bestu kveðjur frá okkur öllum í Ölveri