Laugardaginn 5 .mars verður árshátíð Ölvers haldin til að þakka fyrir frábæra samveru seinasta sumar og til að hita upp fyrir sumarið 2016. Árshátíðin verður á Holtavegi 28, 104 Reykjavík, og stendur frá 14:00 til 15:30. Leiðtogar síðasta sumars halda uppi fjörinu með skemmtilegum leikritum og söngvum. Að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Ölver2