Nú um helgina 21.-22. maí er vinnuhelgi í Ölveri, ýmis verkefni eru í boði bæði innan dyra sem utan. Meðal annars á að mála, fúaverja, laga til og ditta að. Við hvetjum alla sem geta til að koma og leggja Ölveri lið. Boðið verður uppá góðan mat og skemmtilegt samfélag.

Einnig eru vinnuhelgar síðustu helgina í maí (28. maí og 29. maí) og þá fyrstu í júní (4. og 5. júní). Áhugasamir mega hafa samband við Erlu Björgu Káradóttur formann á erla@erlabjorg.com ef þið viljið bætast í hópinn.