Undanfarin  ár hefur aukin þátttaka í Ölveri leitt til þess að það verði vatnslaust þar á sumrin. Búið er að bora eftir hreinu vatni sem fannst en þarf að koma því í húsið.

Stjórn Ölvers safnar því fyrir vatnsleiðslu frá nýju vatnslindinni. Það þarf að grafa fyrir og leggja leiðslu, vinna jarðvinnu, útvega dælu, tyrfa yfir, vinna píplagningavinnu, tengja inná kerfið og fleira til.

Búið er að koma af stað söfnun inná Karolina fund þar sem hægt er að styrkja Ölver með því að kaupa bút úr leiðslunni.

 

https://www.karolinafund.com/project/view/1382