Í gær fór þessi skemmtilegi hópur í gönguferð að læknum í fínu veðri. Þar var vaðað, safnað steinum, sungið og drukkið nesti. Næsta mál á dagskrá var listsköpun. Við gerðum klippimyndir um okkur sjálfar, origami og klemmufígurur. Nokkrar fóru í pottinn. Og að sjálfsögðu var brennó um morguninn. Á kvöldvöku voru sýnd leikrit, mikið sungið og við heyrðum biblíusögu. Nokkrar stúlkur áttu erfitt með að sofna í gær en rétt eftir miðnætti sváfu allar blítt og rótt. Í dag fimmtudag var farið í biblíulestur eftir morgunmat og svo í brennó. Í hádeginu var steiktur fiskur og svo voru steinarnir sem við náðum í hjá læknum málaðir úti. Nokkrar máluðu og lituðu með pastel krítum. Á morgun er náttúrulega 17. júní þannig að undirbúningur er hafin, búin voru til hljóðfæri, bæði hristur og lúðrar og svo að sjálfsögðu fánar! Nú eru stúlkur að fara í pottinn og æfa leikrit og æfa fyrir hæfileikakeppnina sem verður á morgun.