Ölver skartaði sínu fegursta þegar við mættum í gær enda dásamlegt veður. Við skoðuðum umhverfið. Fórum í útileiki og drukkum svo djús og borðuðum nýbakaða kanilsnúða úti. Það var líka gott að vera aðeins inni og við gerðum saltmyndir. Reglurnar í brennó voru kynntar. Kvöldvakan var fjörug og skemmtileg. Stúlkurnar hlupu svo út til að finna bænakonuna sína og þá var enn sólskin kl. 22. Það gekk ljómandi vel að sofna og stúlkurnar voru rólegar til kl. 9 í morgun. Nú er brennó í gangi í íþróttahúsinu og margt skemmtilegt framundan í dag.