dagur 4-1

Í dag fengur stelpurnar að sofa aðeins lengur en undanfarna daga, þar við höfum farið frekar seint að sofa sl kvöld.  Eftir morgunmat og fánahyllingu var hinn daglegi biblíulestur.  Efni dagsins í dag var náungakærleikurinn og voru skemmtilegar umræður um það hver náungi okkar er og hvernig komum við fram við hann.

Brennókeppnin var á sínum stað og nú er að færast spenna í keppnina þar sem nokkur lið eru sigurstrangleg.  Í hádegismat var steiktur fiskur og borðu þær vel af honum.

Eftir að mat var búið að setja upp nokkrar stöðvar sem stúlkurnar gátu valið um.  Sumar fóru út í fótbolta og leiki, aðrar spiluðu, enn aðrar máluðu og gerðu kartöflustimpla, nokkrar æfðu sig fyrir hæfileikakeppnina og einhverjar skelltu sér í pottinn og sturtu.

Búið var að baka dýrindis pizzasnúða og skúffuköku í kaffinu, sem rann ljúlega niður.  Þegar kaffi lauk hófst hæfileikakeppnin.  Þar voru mörg frábær atriði og ljóst að hér er hópur hæfileikaríkra stúlkna.  Úrslitin verða kunn á lokadeginum.

Í kvöldmat gæddum við okkur á jarðaberjajógúrti og heitu ostrabrauði, og svo tók við kvöldvakan.  Þar sá Fuglaver um skemmtiatriði, auk þess sem stúlkurnar hlustuðu á hugvekju, sungu og dönsuðu.  Þegar kvöldvöku lauk og allar héldu að nú væri komin háttatími tók heldur betur óvænt við þeim í matsalnum.  Þar var búið setja upp kaffihús  með uppádekkuðum borðumog  boðið var upp á heitar vöfflu sem ráðskonan og bakarinn voru búnar að töfra fram.  Lifandi tónlist var á kaffihúsinu, þar spilað var á hljómboð og nutu stúlkunar þess að vera saman hlægja og spjalla.

Þegar allir höfðu gætt sér þessu góðgæti var farið í bólið enda flestar orðnar þreyttar eftir daginn.

 

4-2 4-3