Drengirnir 14 sem taka þátt í Pjakkaflokki í Ölveri hafa haft það gott fyrsta sólarhringinn. Veðrið hefur leikið við okkur og höfum við meðal annars gengið niður að á og farið að vaða og svo í heita pottinn. Aparólan, hengirúmið, lautin og skógurinn hafa líka heillað drengina sem eru duglegir að leika sér sjálfir.

Í hádegismat var skyr og brauð, í kaffinu rjúkandi vöfflur og svo kjúklingaleggir sem féllu drengjunum vel í geð. En þeir taka hraustlega til matar síns.

Á kvöldvökunni var sungið, farið í leiki og nokkur leikrit sýnd ásamt því að þeir heyrðu söguna um Týnda sonin og því að Guð missir aldrei trúna á okkur.

Svæfing gekk vel og sváfu þeir vel í nótt. Eftir morgunmat var íslenski fáninn dregin að húni undir söngnum ,,Fáni vor sem friðarmerki“ og heyrðum við sögu sem minnir okkur á gildi þess að hjálpa öðrum.

Fram að hádegi hefur skotbolti, aparóla, fjársjóðsleit og fleira til verið í boði.
Eftir hádegismat verður gönguferð að Stóra steini ásamt ýmsu fleiru spennandi. kveðja Guðni Már og starfsfólkið