Það voru 46 skemmtilegar og eldhressar stelpur sem mættu í fyrsta ævintýraflokk sumarsins í gær. Við byrjuðum á að stilla þeim upp við rútuna og taka hópmynd. Því næst voru reglur sumarbúðanna kynntar í matsalnum ásamt því að starfsfólk kynnti sig og raðaði stelpunum saman í herbergi. Þegar stelpurnar voru búnar að koma sér fyrir var blásið í lúðurinn og komið var að hádegismat. Í hádegismat var boðið uppá ávaxtasúrmjólk og með fengu þær brauð með ýmsu áleggi. Eftir matinn fengu stelpurnar skoðunarferð um svæðið og voru þær hæstánægðar með allt sem Ölver hafði uppá að bjóða.

Í kaffitímanum fengu stelpurnar bananabrauð og lummur og voru því fullar af orku fyrir brennókennsluna sem tók við seinni partinn.

Í kvöldmatnum var svo boðið upp á steiktan fisk með öllu tilheyrandi.

Foringjar sumarsins voru svo ekki í vandræðum með að skemmta stelpunum á fyrstu kvöldvöku flokksins en þar fengu þær meðal annars að heyra sögu um það hvernig maður setur sér markmið og vinnur að þeim.

Stelpurnar sváfu ágætlega í nótt og er búið að vera mikið fjör í húsinu það sem af er degi í dag.

-Starfsfólk Ölvers

 

** Myndir frá deginum í gær hafa verið settar inn á netið – Endilega sjáðu hvað við erum kátar

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157682750406651