Í gær vöknuðu stelpurnar snemma og varð fljótt mikið fjör í húsinu en dagurinn byrjaði á morgunmat  og fánahyllingu.

Eftir morgunstund hófst fyrsta umferð í brennókeppni flokksins og keppnisskapið leyndi sér svo sannarlega ekki en mikið keppnisskap er að finna í flokknum.

Eftir hádegismat fór fram TopModel-keppni þar sem stelpurnar áttu að útbúa hár, förðun og búning út frá þema náttúrunnar og vakti keppnin miklu lukku innan hópsins. Stelpurnar sýndu mikla samheldni og unnu vel saman.

Eftir kvöldmat og kvöldvöku þegar stelpurnar voru að hafa sig til fyrir háttinn virtist eitthvað dularfullt vera í gangi í húsinu og foringjar flokksins og forstöðukona voru skyndilega horfnar ásamt öllu CornFlakes úr húsinu…… Stelpurnar voru ekki lengi að koma til hjálpar og fóru strax út að leita. Þær voru fljótar að átta sig á aðstæðum og redda málinu. Eftir að hafa „bjargað“ CornFlakes-inu var ferðinni haldið í draumalandið og voru stelpurnar fljótar að sofna. Starfsmenn flokksins settust á herbergisganginn og sungu nokkur róleg lög og var komin ró í húsið á mettíma.

 

Myndir frá gærdeginum eru komnar inn á netið.
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157682750406651

-Starfsfólk Ölvers

 

Hádegismatur: Kjötbollur og kartöflumús
Kaffi: Pizzasnúðar og karmellulengja
Kvöldmatur: Pastasalat og hvítlauksbrauð
Kvöldkaffi: Blómkál, perur og epli