Stelpurnar voru duglegar að vakna í morgun kl. 9:00 eins og aðra morgna. Eftir morgunmat, morgunstund og brennó fengum við grjónagraut og brauð í hádegismat. Margar voru búnar að skrá sig á hæfileikasýninguna sem var framundan og því flýttu þær sér í æfingar. Hæfileikasýningin var fjölbreytt og skemmtileg. Það var gaman að sjá þær láta ljós sitt skína. Það voru leikrit, dans, söngur, hljóðfæraleikur og gátur á dagskrá. Eftir kaffi var farið í sturtu og í heitapottinn og svo greiddu foringjar hárið á þeim og allir gerðu sig fína. Það var pizza í matinn en það var búið að raða sérstaklega upp í matsalnum þannig að þetta var mjög hátíðlegt. Svo var veisla. Við heyrðum sögu um miskunsama Samverjann og svo fóru foringjar á kostum í að sýna leikrit. Einnig lærðum við Ölverslagið 2017 en textinn á því er á bæklingu sem stelpurnar fá með heim ásamt fleiri söngvum sem við höfum sungið. Inná milli gerðu stelpurnar hreyfinsöngva í lokin fengu þær svo ís. Það var farið svolítið seint að sofa enda var þetta síðasta bænaherbergiskvöldið og þessar samverur eru svo góðar. Nú þegar ég er að skrifa þetta eru stelpurnar að skríða framúr. Framundan er morgunstund svo þarf að pakka niður. Eftir hádegismat verður lokastund og svo förum við í rútuna. Þetta hefur verið skemmtilegur tími og yndislegt að kynnast öllum þessum frábærum stelpum. Við óskum þeim öllum og fjölskyldum þeirra blessunar og vonumst til að sjá þær aftur í Ölveri að ári.

Nýjar myndir hér.