Annar dagurinn í leikjaflokk var viðburðarríkur og skemmtilegur. Eftir hádegið héldum við svokallaða Ölversfurðuleika. Allar stelpunrar völdu sér föt til að fara í og tóku þátt í allskyns skrítnum þrautum eins og fiskibollukasti, stígvélasparki, hopp á Einari, broskeppni, jötunfötu ofl ofl. Furðuleikarnir enduðu svo á hlaupi í kringum sumarbústaðarlandið með frjálsum hlaupastíl. Eftir kruðerí í kaffinu var farið í heita pottinn en stelpurnar hafa verið sérstaklega spenntar fyrir honum. Í kvöldmatinn var regnbogaskyr og brauð með áleggi. Þá var haldin kvöldvaka þar sem tvö af herbergjunum sýndu æfð atriði og voru með leiki. Síðan var farið í háttinn og voru stelpunrar fljótar að sofna eftir annasaman dag.
Í dag voru stelpunar vaktar kl.8.30, þær borðuðu morgunmat, hylltu fánann og fóru svo á morgunstund þar sem við spjölluðum saman um kærleikann og skilyrðislausa ást Guðs á okkur, mikilvægi þess að elska okkur sjálf og koma vel fram við aðra. Áskorun dagsins var að vinna eitt kærleiksverk í dag. Eftir brennókeppni og að hafa borðað kakósúpu í hádeginu héldum við svo niður að á og fórum að vaða. Þegar til baka kom hófst eitt allsherjar vatnsstríð. Núna eftir kaffitímann eru þær að undirbúa sig fyrir hárgreiðslukeppni.
Fleiri fréttir síðar.
Kær kveðja úr dásemdinni undir Hafnarfjalli