Það er allt frábært að frétta af okkur héðan úr Ölveri.  Dagurinn í gær var viðburðarríkur eins og allir dagar hér en ég var búin að segja frá því að við fórum í göngu niður að á til að vaða. Eftir kaffið var farið í hárgreiðslukeppni sem endaði á tískusýningu og furðulegir dómarar mættu á svæðið. Í kvöldmat var kjúklingur, kartöflubátar og koktelsósa. Þá var haldin kvöldvaka í boði tveggja herbergja og í framhaldi af henni var náttfatapartý og allir fengu ís. Ró var komin í hús um miðnætti og sofnuðu allar stelpurnar strax.

Í dag er veisludagur. Morguninn hefur verið hefðbundinn, morgunmatur, fánahylling og morgunstund og nú eru stelpurnar úti í brennó. Í hádegismat er grjónagrautur og verið er að steikja kleinur í eldhúsinu 😉

Í dag fara þær í ratleik og haldin verður hæfileikakeppni þar sem stelpurnar sýna listir sínar. Í kvöld höldum við svo veislu, allir fara í sparifötin, fá pizzu og djús og svo verður haldin veislukvöldvaka í boði foringjanna.

Á morgun er heimfarardagur og leggur rútan af stað héðan kl.15 og verður komin í bæinn um kl.16.

Lúsmýin hafa aðeins verið að stríða okkur og megið þið búast við að einhverjar komi heim með bit.

Endilega fylgist með myndum en þær koma reglulega inn og tala sínu máli 😉

Kær kveðja frá okkur úr Ölveri