Það voru 46 kátar stelpur sem mættu í 5.flokk sumarsins í gær, tilbúnar í ævintýri vikunnar.  Við komuna í Ölver fóru þær inn í matsal, þar sem reglur sumarbúðanna voru kynntar auk þess sem starfsfólkið kynnti sig og raðaði stelpunum saman í herbergi.  Fóru þær svo allar og komu sér fyrir í sínum herbergjum.  Því næst var blásið í lúðurinn og hópuðust þær í hádegismat.  Var boðið upp á dýrindis ávaxtasúrmjólk og brauð.
Eftir matinn fengu stelpurnar tíma til að fara um svæðið og skoða allt það sem Ölver hefur upp á að bjóða, farið var í fótbolta, leiki, tennis og fleira og fleira.

Í kaffitímanum fengu stelpurnar bananabrauð og kleinur, og h0fðu því næga orku fyrir ratleik um svæðið með hinum ýmsu spurningum sem þær svöruðu af mestu snilld.

Boðið var svo upp á steiktan fisk og tilheyrandi í kvöldmatinn.

Foringjar flokksins sáum um fyrstu kvöldvökuna og var þar feiknar stuð, sungið, farið í nafnaleik og hlustuðu stúlkurnar á hugvekju.

Eftir kvöldhressingu fóru stúlkurnar í sín herbergi, háttuðu sig og gerðu klára fyrir svefninn.  Þá var enn blásið í lúðurinn og farið var í leik þar sem hvert herbergi átti að finna sína bænakonu.  Sum herbergin voru mjög fljót að átta sig á hver var þeirra bænakona en aðeins lengri tíma tók hjá öðrum.  Þegar öll herbergin höfðu fundið sína bænakonu, var farið í bólið og það voru þreyttar stúlkur sem lögðust á koddan.

Stúkurnar sváfu allar vel í nótt, og það sem af er degi hefur verið mikið fjör í húsinu.

-Starfsfólk Ölvers

 

 

** Myndir frá deginum í gær hafa verið settar inn á netið **

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums