Eftir góðan nætursvefn fyrstu nóttina í Ölver, voru það vel úthvíldar stelpur sem sem mættu í morgunmat kl.09:30 og fánahyllingu.  Eftir biblíulesturinn var fyrsta umferð í hinni æsispennandi brennókeppni flokksins og þar voru sýndir snilldar taktar og keppnisskapið í mannskapnum leyndi sér ekki.

Í hádegismat fengu stúlkurnar grillaðar pylsur og tilheyrandi.  Þegar allar höfðu borðað nægju sína var haldið niður að á, þar sem var vaðið og sullað.  Voru flugurnar aðeins að gera stelpunum lífið leitt í logninu við ána – en þær létum það ekki á sig fá og skemmtu sér konunglega.

Eftir kaffi, þar sem boðið var upp á dýrinds skúffuköku með bananakremi og pizzasnúða, fóru stelpurnar að undirbúa sig fyrir hárgreiðslukeppni flokksins.  Þar var mikið lagt í greiðslur og útfærslur, greinilegt að miklir hæfileikar leynast í flokknum.  Sýndu stelpurnar samheldni og unnu vel saman.

Í kvöldmatinn fengum þær kjötbollur, kartöflumús og sósu, og borðuð þær mjög vel.  Það voru svo stúlkurnar í Fuglaveri og Fjallaveri sem sáu um skemmtiatriði á kvöldvökunni.

Þegar ró var að komast á í húsinu, byrjaði að heyrast tónlist neðan úr matsal og greinilegt var að partý væri þar í gangi.  Strax var ljóst að  stelpurnar áttu  nóga orka enn eftir, eftir daginn – því slegið var upp náttfatapartýi þar sem var dansað og sprellað, auk þess sem foringjarnir settu upp leikrit og sögðu sögu.  Endaði kvöldið á því að allar fengu íspinna áður en farið var aftur í háttinn.

Það kom fljótt ró á í húsinu og sofnuðu stelpurnar flestar á mettíma  :o)

Myndir frá gærdeginum eru komnar inn á netið.
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums

-Starfsfólk Ölvers