Stelpurnar voru duglegar að vakna í gærmorgun kl.09  eins og aðrar morgna.  Eftir morgunmat, fánahyllingu, biblíulestur og brennó, fengur stúlkurnar grænmetisbuff og kúskús í hádegismat.

Margar stúlkur voru búnar að skrá sig í hæfileikasýninguna sem framundan var og fengu þær tíma til að æfa sig.  Var sýningin fjölbreytt og skemmtileg, það var sungið, leikin leikrit, dansað, ljóðalestur, hljóðfæraleikur  og margt fleira.  Gaman var að sjá hversu mikla hæfileika er að finna í flokknum.

Eftir kaffi, þar sem boðið var upp á hjónabandssælu og heitt nýbakað brauð, var farið í sturtu og heitapottinn.  Fóru svo allar stúlkurnar að gera sig fínar fyrir veislumatinn.  Á boðstólnum var pizza og Rice krispis í eftirrétt.  Búið var að raða sérstaklega upp í matsalnum þannig að hann var mjög hátíðlegur og flottur.

Á kvöldvökunni fóru foringjar, aðstoðarforingjar, ráðskona og forstöðukona á kostum í hinum ýmsu leikritum.  Ölverslagið 2017 var æft en textann að því að finna í bæklingnum sem stelpurnar fá með sér heim, ásamt fleiri söngvum sem við höfum sungið í flokknum.  Í kvöldhressingu fengu þær ís.  Það var farið svona í seinna fallinu að sofa í gærkvöldi enda var þetta síðasta bænaherbergiskvöldið og mikið sem þurfti að ræða og fara yfir eftir viðburðarríka viku.

Í dag, fengu stúlkurnar að sofa til kl.09:30 og var hefðbundin dagskrá fram að hádegi, auk þess sem þær gengu frá öllu dótinu sínu og herbergjunum.  Hinni æsispennandi brennókeppni lauk í dag, þar sem liðið Brómber vann keppnina.  Í hádegismat í dag var boðið upp á pasta með pylsum og ostasósu, auk hlaðborðs af brauði og áleggi.

Nú er að hefjast lokastund og eftir hana förum við í rútuna heima.

Þetta hefur verið skemmtilegur tími og yndislegt að kynnast þessum frábæru stúlkum sem hafa verið hér.  Vonumst við til að sjá þær sem flestar í Ölver að ári.

Myndband frá vikunni er að finna hér :o)

https://youtu.be/61D8YnrgtKo

Og myndir hér

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157685735360216/