Í morgun vöknuðum við í hávaða roki en með sól í hjarta. Við byrjuðum daginn á morgunmat, fánahyllingu og tiltekt eins og venjulega. Síðan var haldið á biblíulestur þar sem stelpurnar heyrðu söguna um talenturnar og við ræddum um styrkleika okkar og hæfileika og hversu mikilvægt er að leyfa þeim að blómstra. Í kjölfarið föndruðu þær, þar sem þemað var það sama.
Í hádegismatinn var pasta, salat hlaðborð og pizzabrauð. Því næst var haldin hæfileikasýning þar sem stelpurnar sýndu listir sínar. Dómarar voru Kústhildur og Sprittfríður sem kíktu í heimsókn til okkar 😉
Í kaffitímanum var nýbakað gúmmelaði eins og vanalega en eftir kaffi fengu þær að upplifa svokallaða „Lífsgöngu“.
Í kvöldmat voru kjúklingavængir og kartöflubátar. Síðan var blásið í kvöldvöku þar sem eitt herbergið sýndi leikrit og leiki. Eftir kvöldvöku komum við stelpunum á óvart með kaffihúsakvöldi þar sem þær fengu vöfflur, kökur og heitt kakó við kertaljós og ljúfa tónlist.
Á morgun er svo veisludagur 😉 Fleiri fréttir þá!
Kær kveðja úr yndilega Ölveri