Í dag er heimferðardagur. Farangurinn er kominn út á tröppur og stelpurnar að spila brennó við foringjana. Í hádegismatinn verða grillaðar pylsur og síðan er lokastund áður en haldið er heim á leið. Þetta eru búnir að vera frábærir dagar með stelpunum og allar sennilega búnar að þroskast um nokkur númer. Við starfsfólkið erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera með stelpunum og fengið  að búa til skemmtilegar og góðuar minnigar með þeim.

Veðrið hefur leikið við okkur og því hafa stelpurnar verið mjög mikið úti sem er alveg frábært.

Takk fyrir frábæra daga og við vonum að stelpurnar hafi notið eins vel og við starfsfólkið.

Bestu kveðjur Svava Sigríður Svavarsdóttir, forstöðukona