Stúlkurnar voru snöggar á fætur, hressar og klárar í daginn. Að föstum morgunvenjum loknum, fánahyllingu og biblíustund var farið í brennókeppnina, þar sem ekkert var gefið eftir frekar en aðra daga.
Í hádegismat fengu stelpurnar ávaxtasúrmjólk og brauð. Þegar allar höfðu borðað nægju sína fóru þær að undibúa sig fyrir ferð niður að á, í góða veðrinu. Þar var buslað, vaðið og legið í sólbaði. Kaffibrauðið tókum með okkur og fengum þær dýrindis skinkuhorn og jógúrtköku.
Eftir góða stund niður við á var skundað aftur upp í Ölver. Þar var búið að blása upp hoppudýnuna, þar sem hluti hópsins skemmti sér á meðan að hinn hlutinn var í leikjum niður í laut.
Kvöldmaturinn var snemma og boðið var upp á pasta hlaðboð. Í matartímanum fengu stúlkurnar að vita að nú skildi haldið í óvissuferð og að þær ættu að taka með sér sundföt og hlý föt. Rúta kom á svæðið kl.18 og haldið var af stað í óvissuferð flokksins. Þær sem höfðu komið í ævintýraflokk hér í Ölver áður voru alveg handvissar um að nú væri ferðinni heitið í Vatnaskóg……. en nei það var beygt til hægri þegar komið var að þjóðveginum og haldið í sund í Hreppslaugina. Þar var bursluðu stúlkur og foringjar í sól og dásemdar veðri í góða stund. Haldið var aftur upp í rútu eftir sundferðina og nú var farið í Skorradalinn, nánar tiltekið í sumarbústað í Vatnsendahlíðinni, þar sem þær drukku kvöldkaffið(kanilsnúða og jógúrtköku), sungu nokkur lög og hlustuðu á hugleiðingu. Það voru þreyttar stúlkur sem komu upp í Ölver um kl.22:30 og fóru þær beint að hátta sig og græja fyrir nóttina. Um miðnætti voru all flestar þeirra steinsofnaðar og hinar sofnuðu stuttu síðar.
Það voru líka þreyttir foringjar sem lögðust á koddan eftir dásamlegan dag með flottu stúlkunum sem eru í flokknum – þið eigið frábærar stelpur kæru foreldrar/forráðamenn.
Kveðja úr sólinni í Ölver
Brynja Vigdís
Við hvetjum ykkur til að skoða myndirnar af því sem við erum að gera hér í Ölver :o)
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157684754112624/