Jæja þá reynum við aftur, fyrri færsla kom ekki inn af einhverri ástæðu :o)

Stúlkurnar fengu að sofa aðeins lengur á veisludaginn þar sem mikil og þétt dagskrá var í vændum.  Eftir morgunmat, fánahyllingu, biblíulestur og brennó, var komið að hádegismat en boðið var upp á gjónagraut.

Þegar allar höfðu borðað nægju sína var haldið af stað í göngutúr út fyrir svæðið.  Á meðan að stúlkurnar voru í göngutúr og leikjum hófst hluti foringjanna og gestir sem við fengum í heimsókn, handa við að undirbúa Hunger games.  Þegar allur hópurinn var kominn til baka var blásið í lúðurinn og öllum safnað saman inni í matsal til að úrskýra leikinn.  Fæstar stúlkurnar áttu von á því að þessi leikur yrði úr þessu í flokknum og kom þeim því verulega á óvart þegar blásið var í hann…. og já það var helmingurinn af skemmtuninni að koma þeim svona á óvart.

Þegar leiknum var lokið var blásið í kaffi og fengu stúlkurnar kanillengjur og bananabrauð.  Eftir það var komið að undirbúningi fyrir veislukvöldið og fóru allar stúlkurnar í pottinn eða sturtu.

Veislukvöldið stendur alltaf fyrir sínu og mættu allar stúlkurnar prúðbúnar niður í matsal, þar sem búið var að raða honum skemmtilega upp og skreyta.  Fengu þær pizzur eins og þær gátu í sig látið og rice crispies í eftirrétt.

Kvöldvakan var af dýrari gerðinni þegar foringjar buðu upp á hvert leikritið á fætur öðru, og sungið var á milli.  Áður en farið var í bólið síðasta kvöldið í flokknum fengu stúlkurnar ávöxt og kanillengjur.
Bænakonurnar voru heldur lengur en venjulega inni á herbergjum þetta kvöld, enda mikið sem þurfti að spjalla og gera.  Allar stúlkurnar sofnuðu þó nokkuð fljótt eftir að spjalli lauk og sváfu alla nóttina.

 

Á lokadegi voru stúlkurnar vaktar á venjulegum tíma og strax eftir fánahyllingu tók við frágangur á herbergjum.  Það gekk bara nokkuð vel og þegar blásið var í biblíulestur voru flest allar búnar að ganga frá og setja dótið sitt út fyrir.
Sigurliðið úr brennókeppninni, Twitter, keppti fyrst við foringjana og svo kepptu allar stúlkur flokksins við foringjana.  Sá leikur er það sem margar stúlkur bíða eftir í brennó allann flokkinn.

Í hádegismat var boðið upp á grillaðar pylsur og nutum við góða veðursins með því að borða úti.  Eftir matinn var komið að lokastundinni, þar sem forstöðukona og foringjar þökkuðu stúlkunum fyrir frábæran flokk.  Veitt voru verðlaun t.d í hegðunarkeppninni sem staðið hafði allann flokkinn ásamt öðum verðlaunum, en allar stúlkur fóru heim með verðlaunaskjal.

Klukkan 15:00 sagði starfsfólkið bless við síðasta flokk sumarsins þegar rútuna ók úr hlaði.

Með kveðju

Brynja Vigdís, forstöðukona og allt starfsfólk 10.flokks

 

p.s endilega skoðið myndirnar sem komnar eru inn :o)

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157684754112624/