Það ríkir góður andi hér í Ölveri. Drengirnir eru búnir að upplifa margt. Veðrið hefur verið eins og vorið allt, nokkuð blautt og skýjað. Við höfum ekki látið það á okkur fá og boðið uppá fjölbreytta dagskrá. Ungleiðtogarnir hafa verið mjög öflug og séð um brennómót, leiki og spilastundir, þá fór Guðni Már af stað með leynifélag sem sló alveg í gegn, leynifélagið fór út í skóg eftir háleynilegri leið sem drengirnir fundu og völdu sér síðan kjarr þar sem auðvelt var að útbúa leynifélagshús. Verkefnið að sækja sprek og greinar og síðan mosa til að útbúa veggi, hefur haldið drengjunum spenntari en nokkuð youtube myndband. Ímyndaraflið sem og gleðin með verkefnið hefur verið mikil. Eftir hádegi á föstudaginn fórum við í fjallgöngu, sumir voru smeykir þegar þeir heyrðu minnst á fjallgöngu en allir héldu heim á leið sem glaðir sigurvegarar. Við höfum notað heita pottinn mjög mikið enda góð leið til að brjóta upp rigningarúðann. Stemmningin á kvöldvökunum hefur jafnframt verið góð sem og ánægja drengjanna með matinn. Á morgun höldum við áfram að æfa drengina fyrir lokakvöldvökuna þar sem við sýnum myndband frá flokknum og fáum leikrit frá strákunum. Klukkan 17:30 eru foreldrar velkomnir að sækja drengina og skoða svæðið, kl. 18:00 er síðan kvöldmatur þar sem foreldrum og systkinum er boðið í grillaðar pylsur, 18:30 hefst svo kvöldvakan. Eftir hana keyra foreldrar með drengina heim og minnum við á engin rúta er í bæinn. Ölver liggur við rætur Hafnarfjalls rétt um 10 mínútum áður en komið er að Borgarnesi, beygt er til hægri þegar ekið er í átt að Borgarnesi, afleggjarinn er merktur Ölveri sumarbúðu með bláu skilti, skiltið kemur rétt áður en rafmagnslína fer yfir þjóðveg eitt og standa tvöfaldir timbur rafmagnslínustaurar sitthvoru megin við veginn.