Morguninn var með hefbundnum hætti hjá stelpunum okkar en eftir hádegsmat (ævintýra-fiskibollur) horfðum við allar saman á Ísland – Argentína og skapaðist mikil stemning í hópnum. Þegar líða fór á leikinn fór hluti af hópnum niður í matsal að föndra en þær gerðu meðal annars skreytingar fyrir 17. júní.

Eftir leikinn fengu stelpurnar frjálsan tíma fram að kaffi (bananabrauð og hjónabandssæla). Eftir kaffitíma var svo farið í Nammi-spurningarkeppni en stelpunum leiddist það aldeilis ekki. Þegar allar stelpurnar höfðu fengið nammi fengu þær sem vildu að fara í pottinn en aðrar fóru í sturtu.

Kvöldvakan var svo á sínum stað en þegar komið var að kvöldkaffi var matsalurinn lokaður! Stelpunum fannst þetta nú skrítið en röðuðu sér í röð fyrir framan hurðina og biðu eftir útskýringum og svörum frá starfsfólkinu. Þetta átti sér eðlilega og skemmtilega skýringu en matsalnum hafði verið breytt í Kaffihús þar sem boðið var upp á heitt kakó og vöfflur með öllu tilheyrandi.

Enn og aftur fóru stelpurnar okkar brosandi að sofa.

Ölverskveðja
-Forstöðukona-