Stelpurnar voru vaktar með rólegri tónlist en nú var komið að því að pakka og ganga frá. Eftir morgunmat fóru allir inn í sitt herbergi að ganga frá og sópa. Þegar allir voru búnir að ganga frá sínu var komið að því sem margar höfðu beðið eftir…. foringjabrennó! Foringjarnir stóðu undir nafni og sigruðu stelpurnar með glæsibrag enda reynsluboltar í umræddum leik.
Eftir brennó var komið að hádegimat en starfsfólkið grillaði pylsur úti á stétt. Þegar allir höfðu fengið sér að borða var komið að kveðjustund og verðlaunaafhendingu uppi í kvöldvökusal.
Stelpurnar lögðu svo af stað frá Ölveri með rútunni kl. 15.
Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vikuna en starfsfólkið var virkilega ánægt með allar þessar flottu stelpur, þær gerðu allt sem þær voru beðnar um, voru allar ofboðslega skemmtilegar og við söknum þeirra strax.
Ölverskveðja
Forstöðukona