Dagurinn byrjaði með hefðbundnum hætti, morgunmat, fánahyllingu, tiltekt og morgunstund.  Fengu stúlkurnar að heyra af Kristrúnu og sögu sumarbúðanna í Ölver.  Eftir morgunstundina hófst svo hin æsispennandi brennókeppni flokksins og bera liðin nöfn kappa í karlalandsliðinu í knattspyrnu. Eftir gómsætan hádegismat var farið í göngu upp að steini, en það er stór steinn sem er við fjallsrætur Blákolls, fjallsins fyrir ofan Ölver. Einhverra hluta vegna er steinninn málaður hvítur, enginn veit af hverju og við fórum í skoðunarferð að skoða þennan merka stein. Kaffið var keyrt til þeirra svo þær fengu að gæða sér á rice crispies kökum og skinkuhornum. Þegar heim var komið var haldin hæfileikasýning og sýndu stúlkurnar fjölbreytt og flott atriði. Svo var kvöldmatur og kvöldvaka, en í lok kvöldvökunnar kom eldhússtarfsfólkið upp í kvöldvökusalinn og sögðu að einhverjir hefðu „stolið“ ávöxtunum sem áttu að vera í kvöldkaffi. Stelpurnar voru ringlaðar og engin játaði á sig sökina. Svo var uppgötvað að alla aðstoðaforingjana vantaði. Stelpurnar fóru því allar út að leita að stolnu ávöxtunum og fundu aðstoðarforingjana inni í kofa að gæða sér á ávöxtunum! Þær voru með stuttan leikþátt og tilkynntu svo stelpunum að það væri náttfatapartý inni í húsi, en hinir foringjarnir voru að undibúa það meðan stelpurnar leituðu að ávöxtunum. Þegar inn var komið fóru allar í náttföt og þær dönsuðu,sáu leikri, fengu ís ogheyrðu sögu áður en þær fóru svo að sofa.