Stelpurnar fengu að sofa aðeins lengur en þær hafa gert hingað til, og fóru svo í morgunmat, fánahyllingu, tiltekt, morgunstund og brennó. Eftir gómsætar fiskibollur í hádegismat fengu þær svo að vita að þær voru á leiðinni í óvissuferð! Rúta sótti okkur eftir matinn og fór með okkur í Borgarnes þar sem við fórum á skemmtilegt safn og sáum sýninguna „Börn í 100 ár“. Þar voru myndir og fróðleikur um hvernig börn léku sér fyrir 100 árum síðan. Stelpunum fannst þetta mjög áhugavert, og var leiðsögukonan sem fylgdi hópnum gáttuð á því hvað þær voru stilltar, áhugasamar og hlustuðu vel. Eftir safnið fengu þær síðan kaffi og fóru í sund. Þegar heim var komið var frjáls tími og kvöldmatur. Eftir skemmtilega kvöldvöku var haft kósýkvöld og horft á mynd. Myndin sem var fyrir valinu var „Nanny Mc.Phee“ og féll hún svo vel í kramið að þær klöppuðu í lok myndarinnar. Þær fengu popp yfir myndinni og fóru svo beint að sofa.