Eftir hefðbundinn morgunn og hádegismat fóru stelpurnar í gönguferð niður að á. Þar vöðuðu þær og höfðu gaman, en ferðin var því miður í styttra lagi þar sem það var ansi mikið af flugum við ána. Þær komu heim og því var frjálst í smá tíma áður en kaffitíminn hófst. Eftir kaffi var farið í svokallaða „Hungurleika“. Sögupersónur úr bókunum eru notaðar og þeim var skipt í lið og áttu að komast í umdæmi 13 og þá voru þær búnar að vinna leikinn. Í skóginum áttu þær að finna Peta og Katniss en passa sig á hvítkæddu foringjunum sem klukkuðu þær og þá frusu þær. Aðeins einhver úr þeirra eigin liði gat frelsað hana. Þessi leikur féll vel í kramið hjá stelpnum og eftir hann fóru þrjú herbergi í pottinn og eitt herbergi undirbjó leikrit fyrir kvöldið. Svo kom að kvöldmat, en eftir kvöldmat braust sólin út og það var logn svo við gátum ekki annað en sent stelpurnar út í ratleik. Stelpurnar fóru á víð og dreif um svæðið í kvöldsólinni áður en þær fóru svo inn á stutta kvöldvöku áður en farið var að sofa.