Dagur hófst með morgunmat, fánahyllingu, tiltekt og biblíulestur. Á biblíulestri var sagt frá Kristrúnu stofnanda Ölvers og lærðum við að fletta upp sálmi í nýja testamentinu sem við sungum saman.  Hinn sívinsæla brennókeppnin var sett og stúlkunum skipt í lið. Boðið var upp á skyr og brauð í hádeginu sem að Kristín ráðskona og Hugrún bakari reiddu fram. Þrátt fyrir skýjaðan himinn og vind örkuðum við niður að á þar sem sumar syntu á sundfötum en aðrar óðu í regnfötum. Boðið var upp á jógúrtköku og bananabrauð í kaffitímanum. Blásið var til Top design keppni þar sem herbergin hönnuðu kjól úr venjulegum efnivið þar sem sköpunargáfurnar fengu að njóta sín. Potturinn var í boði fyrir hvert hergbergi fyrir mat. Ítalskt þema var í kvöldmatnum  og var borðað vel af spagettí og kjötsósu. Á kvöldvökunni voru Hlíðarver og Skógarver með skemmtiatriði. Þær skelltu sér í náttföt og voru að gera sig tilbúnar fyrir kvöldkaffi þegar foringjarnir komu með miklum látum og tilkynntu um náttfatapartý þar sem var mikil gleði, dans og íspinnaát. Eftir viðburðaríkan dag voru stúlkurnar þreyttar og það voru syfjaðar snótir sem lögðust á koddann.

Minni á að hægt er að skoða myndir frá 6. flokki hér.

Gleðikveðja úr Ölveri

Ólöf Dómhildur

 

 

Foringjar í 6. flokki eru Erla, Unnur Eir, Viktoría, Jóhanna, Sara Líf og aðstoðarforingjar eru Sara Elísabet, Eva og Sessý.

Ráðskona er Kristín, bakari Hugrún og Ólöf Dómhildur forstöðukona.