Dagurinn hófst á hefðbundum morgunverkum, morgunmatur, fánahylling, tiltekt og biblíulestri. Í dag lærðum við um Biblíuna eða biblios á grísku svo ef stúlkurnar segjast vera lesa biblios þá er það Biblían. Stelpurnar hlupu út í íþróttahús og héldu áfram í brennókeppnin sem er að verða jafn spennandi og heimsmeistarmótið í knattspyrnu. Í hádeginu borðuðu þær vel af mexíkósúpu og eftir hádegismatinn hófust furðuleikarnir. Furðulegar verur fóru á milli stöðva og kepptu í furðulegum greinum eins og stígvélasparki, breiðasta brosið, rúsínuspýtingum, mennskum pýramída og brandarkeppni. Í kaffitímanum voru heimsins fallegustu kanilsnúðar og hafrastykki. Það voru margar hæfileikaríkar stelpur sem tóku þátt í hæfileikakeppni Ölvers og voru skrautlegir dómarar sem gáfu þeim skemmtilega umsögn og reyndu að herma hæfileikana sem gekk nú brösulega. Potturinn stóð til boða eftir keppnina og frjáls tími. Fiskibollur, hrísgrjón, sósa og salat lagðist vel í mannskapinn og stúlkurnar settu Ölversmet í fiskibolluáti. Fuglaver og Fjallaver sá um að skemmta á kvöldvökunni með leikjum og leikritum. Deginum lauk með kvöldkaffi og rólegri stund inn á herbergi hver hópur með sinni bænakonu.

kær kveðja

Ólöf Dómhildur

 

Minni á að hægt er að skoða myndir frá 6. flokki hér.